Ljóð sem byrja á: V
Dálkur: F Röð: 47
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vorvísa

Hve bjart er veður,
og blómið glatt er morgundöggin seður.
Ó græna lífsins land!
Ó lífsins Grænaland, ó lands míns gróður,
leyf mér að elska þig og vera góður.

Hve margt sem gleður.
Í gljúpri lækjarseyru smáfugl veður.
Ó dýra lífsins land!
Ó lífsins Dýraland, ó land míns bróður,
hvers lítils fugls, og draumur vorrar móður.

Halldór Laxness
  prenta