Ljóð sem byrja á: V
Dálkur: G Röð: 35
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vorkvæði

Nú snýr þú jörð mín þínu óhljóðseyra
við auðninni hvar hjartað forðum svaf,
og sérhver sköpuð skepna þín má heyra
skapandi ljóssins orð sem brosið gaf.

Þinn lægsti ormur, herra himinljósa,
þitt hljóðsta skáld, þín fátækasta sál,
er aftur barn í aldingarði og rósa
við yl þinn, ljós þitt, bros þitt, saung og mál.

Hve heitt eg fagna huliðsómnum mæra
sem höfundur vors lífs mér dumbum gaf;
hve sæll eg styn: ó dýrðardásemd skæra,
ó djúpa líf, ó ríka guðdómshaf.

Halldór Laxness
  prenta