Ljóð sem byrja á: Í
Dálkur: Á Röð: 31
© Haukur Snorrason/photos.is 
Í Mýrdal

Úti í mýrinni þarna
eru margvíslegir kettir
og þar glóa glyrnur.
Mikið eru svona augu
vinaleg í dimmunni.

Ég á eftir að fara
yfir mýrina
en er bara á strigaskóm

Gyrðir Elíasson
  prenta