Ljóð sem byrja á: Í
Dálkur: Ð Röð: 27
© Haukur Snorrason/photos.is 
Í augsýn

Nýort fjöll
eitursönn
eldingu lostin

bliknar blær himins
sólin mælir
framandi orð

kristallast
hvítfugl
fjarlægra tóna
losnar frá streng
Esja
vetrarskær

sólaruppkoma

Ágústína Jónsdóttir
  prenta