Ljóð sem byrja á: D
Dálkur: L Röð: 6
© Haukur Snorrason/photos.is 
Djúpavík á Ströndum

Einhverra hluta vegna
er fátt eins dapurlegt
og yfirgefin verksmiðja

Hér vappar flekkóttur
hundur framan við
hótelið. Hann kemur
til mín og ég klappa
honum. Það er bensín-
lykt af feldinum

Ymurinn frá fossinum
er hár og samfelldur
og smýgur inn í alla
drauma á þessum stað,
bæði þá brostnu
og hina

Gyrðir Elíasson
  prenta