Ljóð sem byrja á: U
Dálkur: K Röð: 41
© Haukur Snorrason/photos.is 
Utanlandsferð í Haukadalsskógi

Stígarnir eru allir
forugir, en sólin
virðist ætla að
kveikja í trjánum

Samt er bannað
að fara með eld,
stendur á skilti
niður við ána

Ég geng lengi á
furunálateppinu
milli trjástofna
þangað til ég
veit ekki lengur
hvar ég er

Kannski í Montana,
kannski í Alaska,
og vil ekki
fara heim

Gyrðir Elíasson
  prenta