Ljóð sem byrja á: N
Dálkur: Á Röð: 29
© Haukur Snorrason/photos.is 
Nálægt Keldum

Hér er þessi
litli furulundur
innan um klappirnar

Við skulum ekki
tala um vinjar,
en samt skín
sólin bjartar
hérna

Á greinarnar
sígrænar
sólgrænar

Ég stari inn
í skuggana;
fjarveru
ljóssins

Þar til þeir
láta undan
síga

Gyrðir Elíasson
  prenta