Ljóð sem byrja á: Ó
Dálkur: Á Röð: 28
© Haukur Snorrason/photos.is 
Ólag

Eigi er ein báran stök;
yfir Landeyjasand
dynja brimgarða blök,
búa sjómönnum grand,
búa sjómönnum grand,
magnast ólaga afl, –
einn fer kuggur í land,
rís úr gráðinu gafl,
þegar gegnir sem verst,
níu, skafl eftir skafl,
skálma boðar í lest,
– eigi er ein báran stök –
ein er síðust og mest,
búka flytur og flök,
búka flytur og flök.

Grímur Thomsen
  prenta