Ljóð sem byrja á: F
Dálkur: M Röð: 15
© Haukur Snorrason/photos.is 
Fuglavísur

Í blæja-logni baðar sól á báðum vöngum,
þá litlu morin sitja’ og syngja
svo það gleður Íslendinga.

– – –

Nú eru fuglar komnir á kreik og kvæðin syngja,
því ég vandist oft við unga,
er mér kunnug þeirra tunga.

– – –

Sumar-hiti’ og sólar fegurð sönginn eykur,
snjallur hljómur snemma vekur,
snork og lúr í burtu tekur.

– – –

Náttúran er nokkursverð og næmið þeirra,
að þær skepnur skuli þó bera
skyn, sem þykja minnstar vera.

Þær að hafi minni, mál og mæta sönga,
hvörjir veki víf og drengi
og vellyst inní hjartað þrengi.

Þetta seinast gott er gagn með greinum mörgum,
eyðir leiða, eymd og sorgum,
alkunnugt í frægstu borgum.

– – –

Bragurinn fer að batna nú hjá bræðrum erlu,
þeir dansa, hvísla, krymta og kvirla,
kæti sínum fóstra byrla.

– – –

Til þess í vor þig finnur frær
hinn varmi vestanblær,
vellandi spóinn hlær.

Eggert Ólafsson
  prenta