Ljóð sem byrja á: P
Dálkur: Á Röð: 40
© Haukur Snorrason/photos.is 
Páskadagur á heimleið

Við sitjum saman
í bílnum
og leggjum á hraunið
mjóa malbiksræmu.

Í dag hefur þokan
fjarlægt fjallið

og án þess er
láglendið
loksins frjálst

þúsund þúfur
á láglendi

þúsund fjöll.

Þetta er ekki mitt líf
hugsa ég
þetta er eitthvað miklu betra

því þokan er draumduft úr silfri
hún er niðurdreginn himinn

og paradís á jörðu
er hér
og nú.

Davíð A. Stefánsson
  prenta