Ljóð sem byrja á: Á
Dálkur: A Röð: 2
© Haukur Snorrason/photos.is 
Á Siglufirði

Hér var aldrei skógur milli fjalls og fjöru
en í landlegum síldaráranna
þöktu siglutré fjörðinn.

Þá var eyðingin hvergi nálæg
gróskan ekki hlaupin í endurminningarnar.

Þegar reika um plönin
vinirnir Söknuður og Fúi
er vitnað í stóru köstin
munað
hvernig óðu torfur af röskum mannskap.

Smábær í herpinót skyndigróðans
úr brúnni stjórnuðu hverfulir peningamenn.
Síðan hefur lóðað á einni spurningu:
Var það örugglega síldin sem brást?

Anton Helgi Jónsson
  prenta