Ljóð sem byrja á: L
Dálkur: Í Röð: 42
© Haukur Snorrason/photos.is 
Ljóð

Hafi mig einhvern tíma dreymt
herbergi með ljósum veggjum
grænum flosmjúkum hægindum
gulum rósum á borði
og rauðum tjöldum fyrir gluggum
er sú stund órafjarri

hugstæð er mér nú
brekkan í gilinu
vaxin blágresi
niður bergvatnsins
og rísl við fáða steina
hátt yfir endalaust
blátt himinhvolf.

Vilborg Dagbjartsdóttir
  prenta