Ljóð sem byrja á: Y
Dálkur: Á Röð: 43
© Haukur Snorrason/photos.is 
yfirgefinn vefur

þegar ég opna gluggann sé ég að
kvöldið áður hef ég klemmt og drepið
kónguló á milli hugsa mér kallaðar fram
fæðingar á áður dauðum fóstrum svörtum
klessum með skælda útlimi fánýti og
illska heimsins í yfirgefnum vef og safnar
í sig bráð dauðinn hugsandi lífið það
sem ég gæti hefði og vildi

Steinar Bragi
  prenta