Ljóð sem byrja á: R
Dálkur: É Röð: 5
© Haukur Snorrason/photos.is 
Rendez-vous

Ég ætla að hitta þig
á morgun klukkan þrjú

við brúna yfir Hvítá

á þessum árstíma
er hún kolmórauð
og beljandi

svo láttu þér ekki
koma til hugar
að mæta

er ég sæi þig nálgast
yrði ég svo feimin
að ég stykki útí

við brúna yfir Hvítá

svo láttu þér ekki
koma til hugar
að mæta

Sonja B. Jónsdóttir
  prenta