Ljóð sem byrja á: F
Dálkur: É Röð: 3
© Haukur Snorrason/photos.is 
Fuglar

Á hverri grein eru fuglar
stjarneygir í dökku laufinu
fægja fjaðrirnar hljóðir
og gá til lofts

bíða þess að meistarinn
birtist og lyfti
sólsprotanum hvíta

oft bíða þeir lengi
og stundum því miður til lítils

fuglarnir í trjánum.

Snorri Hjartarson
  prenta