Ljóð sem byrja á: K
Dálkur: H Röð: 19
© Haukur Snorrason/photos.is 
Kyrrðin á heiðinni

Kyrrðin á heiðinni hríslast um brjóst mér, ilmþung
hádegiskyrrð, fuglar, sólglitað lyng,
fölgrænar mýrar milli kjarrgrænna halla,
maður á gangi, bláfjöllin allt í kring.

Ég leggst í grasið og loka augunum, heyri
lind á heiðinni, djúpt undir jörð og sól
streymir hún hljóðlát, geymir hún landið, líf hvers
lítils blóms og dýrs og manns sem það ól.

Snorri Hjartarson
  prenta