Ljóð sem byrja á: M
Dálkur: H Röð: 28
© Haukur Snorrason/photos.is 
Mér dvaldist of lengi

Mér dvaldist of lengi það dimmir af nótt
haustkaldri nótt á heiði.

Ég finn lynggróna kvos við lækjardrag
og les saman sprek í eldinn

barnsmá og hvít og brotgjörn sprek.
Sjá logarnir leika við strauminn

rísa úr strengnum með rödd hans og glit.
Ó mannsbarn á myrkri heiði

sem villist í dimmunni vitjaðu mín
vermdu þig snöggvast við eldinn

fylgdu svo læknum leiðina heim.

Snorri Hjartarson
  prenta