Ljóð sem byrja á: L
Dálkur: B Röð: 15
© Haukur Snorrason/photos.is 
Landslag

Í einum fossi
hendist áin niður
morgunhlíð dalsins
undir mjúku sólskýi:
ungur smali
ofan úr heiði
með ljóð á vör,
lamb á herðum.

Snorri Hjartarson
  prenta