Ljóð sem byrja á: Á
Dálkur: J Röð: 8
© Haukur Snorrason/photos.is 
Á Hvalsnesi

Kirkja við opið haf

Í kórnum lýt ég að skörðum
steini, fer augum og höndum
um letrið, um helgan dóm

Sé lotinn mann, heyri glamur
af hamri og meitli, sé tár
hrökkva í grátt rykið

Sé hann hagræða hellunni á gröf
síns eftirlætis og yndis,
og ljóðið og steinninn verða eitt

Ég geng út í hlýan blæinn
og finnst hafið sjálft ekki stærra
en heilög sorg þessa smiðs.

Snorri Hjartarson
  prenta