•  Andri Snær Magnason
   •  Anna S. Björnsdóttir
   •  Anton Helgi Jónsson
   •  Ágústína Jónsdóttir
   •  Ásta Sigurðardóttir
   •  Baldur Óskarsson
   •  Benedikt Gröndal
   •  Berglind Gunnarsdóttir
   •  Birgir Sigurðsson
   •  Birgir Svan Símonarson
   •  Birgitta Jónsdóttir
   •  Bjarni Thorarensen
   •  Bólu-Hjálmar
   •  Bragi Ólafsson
   •  Dagur Sigurðarson
   •  Davíð A. Stefánsson
   •  Davíð Stefánsson
   •  Didda
   •  Eggert Ólafsson
   •  Einar Benediktsson
   •  Einar Bragi
   •  Einar Már Guðmundsson
   •  Elísabet Jökulsdóttir
   •  Elísabet Þorgeirsdóttir
   •  Erla
   •  Gerður Kristný
   •  Grímur Thomsen
   •  Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum
   •  Guðmundur Böðvarsson
   •  Guðrún Auðunsdóttir
   •  Gyrðir Elíasson
   •  Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli
   •  Halla Jónsdóttir
   •  Halldór Laxness
   •  Halldóra B. Björnsson
   •  Hallgrímur Helgason
   •  Hannes Hafstein
   •  Hannes Pétursson
   •  Hannes Sigfússon
   •  Haukur Ingvarsson
   •  Hjördís Einarsdóttir
   •  Hugrún
   •  Hulda
   •  Ingibjörg Haraldsdóttir
   •  Ingunn Snædal
   •  Ísak Harðarson
   •  Jakobína Sigurðardóttir
   •  Jóhann Hjálmarsson
   •  Jóhann Jónsson
   •  Jóhann Sigurjónsson
   •  Jóhanna Sveinsdóttir
   •  Jóhannes úr Kötlum
   •  Jón Helgason
   •  Jón Óskar
   •  Jón Thoroddsen
   •  Jón úr Vör
   •  Jón Þorláksson
   •  Jónas Hallgrímsson
   •  Jónas Þorbjarnarson
   •  Júlíana Jónsdóttir
   •  Kristín Ómarsdóttir
   •  Kristján frá Djúpalæk
   •  Kristján Jónsson
   •  Látra-Björg
   •  Linda Vilhjálmsdóttir
   •  Margrét Jónsdóttir
   •  Margrét Lóa Jónsdóttir
   •  Matthías Jochumsson
   •  Matthías Johannessen
   •  Megas
   •  Nína Björk Árnadóttir
   •  Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Ólína Andrésdóttir
   •  Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
   •  Óskar Árni Óskarsson
   •  Páll Ólafsson
   •  Pétur Gunnarsson
   •  Ragna Sigurðardóttir
   •  Rósa Guðmundsdóttir
   •  Sigfús Bjartmarsson
   •  Sigfús Daðason
   •  Sigmundur Ernir Rúnarsson
   •  Sigríður Einars frá Munaðarnesi
   •  Sigrún Björnsdóttir
   •  Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Sigurður A. Magnússon
   •  Sigurður Breiðfjörð
   •  Sigurður Jónsson
   •  Sigurður Pálsson
   •  Sjón
   •  Snorri Hjartarson
   •  Sonja B. Jónsdóttir
   •  Stefán Hörður Grímsson
   •  Steinar Bragi
   •  Steingerður Guðmundsdóttir
   •  Steingrímur Thorsteinsson
   •  Steinn Steinarr
   •  Steinunn Ásmundsdóttir
   •  Steinunn Eyjólfsdóttir
   •  Steinunn Sigurðardóttir
   •  Stephan G. Stephansson
   •  Sveinbjörn Egilsson
   •  Sveinbjörn I. Baldvinsson
   •  Sverrir Björnsson
   •  Theodóra Thoroddsen
   •  Védís Leifsdóttir
   •  Vigdís Grímsdóttir
   •  Vilborg Dagbjartsdóttir
   •  Þorgeir Sveinbjarnarson
   •  Þorsteinn Erlingsson
   •  Þorsteinn frá Hamri
   •  Þorsteinn Gíslason
   •  Þorsteinn Valdimarsson
   •  Þóra Jónsdóttir
   •  Þórarinn Eldjárn
   •  Þórbergur Þórðarson
   •  Þórður Helgason
   •  Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Þuríður Guðmundsdóttir

 Benedikt Gröndal
Dálkur: I Röð: 33
© Haukur Snorrason/photos.is 

 
Hret

Fölnuð er liljan og fölnuð er rós,
fölnað er himinsins blessaða ljós;
hnípinn er skógur og hnigið er bar
hám sem að áður á björkunum var.

Stynja nú biturri stofnar í hríð,
stirðnaður lækur í blómlausri hlíð;
himinninn fær ei að fella nein tár,
frosti hann grætur, það hagl er og snjár.

Eins ertu þornuð af augunum mín,
ástsæla táranna lind sem að skín
annars í heiminum huggunarrík,
himnanna drykk ertu sannlega lík!

Man ég það áður, um æskunnar tíð,
ofan um kinn streymdi báran þín fríð!
Hún var svo beisk en svo himnesk og tær,
huggaði mig og hún var mér svo kær.

Viðkvæma, barnlega vætti hún kinn,
var það hinn einasti huggarinn minn;
út streymdi sorgin og inn streymdi ró,
eymdin og reiðin í hjartanu dó.

Allt eins og dögg vætir ilmblómin ung,
ofan þau hneigjast að jörðunni þung,
rísa svo aftur í eyglóar yl,
upprisin lyfta sér himinsins til:

Döggin svo harmanna braust mér um brár,
blikandi æskunnar huggunartár;
þá var ég ungur, ég gekk mig og grét,
gráturinn sorgina hverfa mér lét.

Nú ertu þornuð, mín ljúfasta lind!
Líður nú stormur af snjóugum tind!
Fáein ef skyldi nú falla mér tár
frjósa þau strax eins og hagl eða snjár!

Lífsins á heiði í helkulda blæ
huggun ég enga af tárunum fæ!
Döggin er huggandi þó hún sé þung,
þýðir upp líf meðan rósin er ung.

Gerðu mig aftur sem áður ég var,
alvaldi guð, meðan æskan mig bar!
Gefðu mér aftur hin gulllegu tár!
Gefðu að þau verði ekki hagl eða snjár!

  prenta