Jurtir
Dálkur: Á Röð: 36
© Haukur Snorrason/photos.is 
Upp til heiða

Svanir á tjörninni synda,
í sefinu hvíslar blær,
á bakkanum brosir í svefni
blásóley, ung og skær.

Rjúpa kúrir í runni,
þar rökkva laufatjöld.
Hver veit, hve fálkinn er fjarri,
þó friðsælt virðist í kvöld?

Hún gægist á milli greina
og gætir í sérhvert skjól,
hvort þar sé elskendum óhætt
að eiga sumarból.

Í lynginu fann hún fylgsni
og fléttar nú hreiðrið í ró. –
Ég vildi, að fálkinn flygi
til fjalls, eða lengst út á sjó.

Hulda

  prenta