Atriðisorð:
Þrastaskógur
  Örnefni
Dálkur: L Röð: 35
© Haukur Snorrason/photos.is 
Í Þrastaskógi

Angan af björk og ekkert kyrrðina rýfur:
Ég yrki og þykist laða í stökurnar hljóm,
unz önnur kliðan og unaðarfyllri svífur
andartaksstund um rjóður, lauf og blóm.

Hver söng þar? Já hver skyldi það vera?
„Hver nema blærinn,“ svarar lítill fugl
og horfir á mig: „Hvað ert þú að gera?
Hættu nú, góði, að pára þetta rugl!

Þú yrkir vísast eins vel og þú getur
um ýmislegt sem fyrir sjónir ber.
Samt kveða frændur, blær og söngfugl, betur
um blóm og runna, skal ég segja þér!“

Sá litli hefur lög að mæla. Og þó
ljóða ég enn um stund á blóm og skóg.

Ólafur Jóhann Sigurðsson

  prenta