Atriðisorð:
Álftavatn
  Örnefni
Dálkur: É Röð: 17
© Haukur Snorrason/photos.is 
Að Álftavatni 1968

Broddgular starir. Blælygn vík að mynda
bálför í skýjum. Húmið sígur að.
Þögnina rýfur kvak. Og kliðan linda
kunnugleg heyrist enn á þessum stað.

Á þessum stað, á þessum forna bletti
við þúfu mosagula er hægur sess
ferðlúnum gesti, hvíld hjá huldukletti.
Og hingað gekk hann til að njóta þess.

En þó – en þó er allt með öðrum hætti
en áður fyrr. Því jafnvel fuglsins tal
er þrálát spurn, og þreyta í vængjaslætti.
Og þessar lindir kunnu annað hjal.

Broddgular starir. Blælygn vík að sökkva
bálfaramyndum. Dimman hnígur að.
Sumarið brunnið. Þagnað kvakið klökkva.
Kannski er ráð að halda nú af stað?

Ólafur Jóhann Sigurðsson

  prenta