Atriðisorð:
Fáskrúðsfjörður
  Örnefni
Dálkur: I Röð: 46
© Haukur Snorrason/photos.is 
Í Fáskrúðsfirði

Ó, þið dalir! Ó, þú sær!
Ó, þið fögru strendur!
Allt finnst mér nú, byggð og bær,
breiða’ út vina hendur.
Boðar, eyjar, Skrúður, sker
skemmta augum mínum;
enda flugin fagna hér
faðmbúanum sínum.

Fjallagirðing himinhá,
heiðin græn og fögur
segja yngri árum frá
æskudrauma’ og sögur.
Hvarmastjörnur hryggar þó
helst við bæinn una.
Faðir minn þar forðum bjó,
flest er þar að muna:

Móður bros og móður tár,
móður hönd þar leiddi
drenginn sinn og átján ár
um hann faðminn breiddi.
Kirkjugarð og leiðin lág
lít ég héðan hljóður.
Framar ei þar finna má
föður eða móður.

Aldan mig og eimur ber
inn með fjarðar ströndum.
Fremst í dalnum finn ég mér
fagnað báðum höndum.
Þá af minni þreyttu lund
þungri léttir byrði,
og þá lifi’ eg óskastund
enn í Fáskrúðsfirði.

Páll Ólafsson

  prenta