Dýr
Dálkur: C Röð: 18
© Haukur Snorrason/photos.is 
1970

svo einn tvo þrjá
kannski fjóra daga
stelst sólin norður
þar sem það snýr rassinum í vindinn
þetta land
hvað verður gaman þá!
fjöllin gráta af gleði
grænkar lítið strá
krían sem kann ekki að syngja
syngur líka þá
sjórinn í fjörunni sofnar
sílin fara á stjá
hvað verður gaman þá!
kófdrukknar kýrnar
kúvenda flórnum á
langir og mjóir dagar
neita að líða hjá

Pétur Gunnarsson

  prenta