Atriðisorð:
Kerlingarskarð
  Örnefni
Dálkur: F Röð: 3
© Haukur Snorrason/photos.is 
Skriðu-Fúsi
     Hann var óreiðumaður hinn mesti og illa þokkað-
     ur. Var hann dæmdur til þess fyrir afbrot nokkurt
     að skríða ávallt á fjórum fótum, að minnsta kosti í
     annarra manna viðurvist. ... Einu sinni var hann
     á ferð yfir Kerlingarskarð vestra um vetur. Skelldi
     þá á hann byl á fjallinu, og varð hann úti þar á
     skarðinu.

                                              Gráskinna


Ég sem aldrei
uppréttur mátti ganga,
aðeins brölta á fjórum
og sleikja ruður
með áfellisskuld
og skelfingu aldalanga –
skelli mér suður.

Í farartækinu
fyrnist glæpur minn stórum.
Ég flyt af Kerlingarskarði
í borgarhallir.
Mér fer að skiljast
hve gott er að ganga á fjórum.
Það gera nú allir.

Þorsteinn frá Hamri

  prenta