Jurtir
Dálkur: Ð Röð: 40
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vögguvísa um fífilinn

Sofna mátt þú sæll í þínum varpa,
sólskinið er búið, vinur minn,
uppi á uglu hangir vorsins harpa;
hún er köld og strengjalaus um sinn,
áður hóf hún söngvaseið í blænum
sunnanundir kálgarðsveggnum grænum,
ó, þið tvö, sem lögðuð kinn við kinn,
hunangsflugan bar í hunangsbolla
blómahunang, rækti vel sitt bú,
randaði út og inn,
átti stefnumót við bikar þinn,
margs er góðs að minnast, vinur minn,
luktur knappur, blóm og biðukolla,
þetta allt varst þú
þó að frjósi nú,
og þú veist að einhver þinna róta
upp mun sprota skjóta,
vaxa á ný og verða stærri en þú.

Guðmundur Böðvarsson

  prenta