Atriðisorð:
Hlíðabyggð
  Örnefni
   •  Hallormsstaðaskógur - Þorsteinn Erlingsson
   •  Hallormsstaðaskógur - Halldór Laxness
   •  Hallormsstaður - Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Haukadalsskógur - Gyrðir Elíasson
   •  Hegranes - Jónas Hallgrímsson
   •  Heiðmörk - Gyrðir Elíasson
   •  Heiðmörk - Baldur Óskarsson
   •  Hekla - Eggert Ólafsson
   •  Hekla - Jónas Hallgrímsson
   •  Hekla - Andri Snær Magnason
   •  Hekla - Anton Helgi Jónsson
   •  Hekla - Jónas Hallgrímsson
   •  Hekla - Kristján Jónsson
   •  Hekla - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Hekla - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Helgafell - Jón Helgason
   •  Hellisheiði - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Hellissandur - Jóhann Hjálmarsson
   •  Hellnar - Birgir Svan Símonarson
   •  Herdísarvík - Haukur Ingvarsson
   •  Herdísarvík - Hannes Pétursson
   •  Herðubreið - Kristján Jónsson
   •  Herðubreið - Jón Helgason
   •  Herðubreið - Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Herðubreið - Grímur Thomsen
   •  Herðubreið - Gyrðir Elíasson
   •  Héraðsvötn - Þorsteinn frá Hamri
   •  Hjaltadalur - Matthías Jochumsson
   •  Hlíðabyggð - Matthías Jochumsson
   •  Hljóðabunga - Jón Helgason
   •  Hlöðufell - Jónas Hallgrímsson
   •  Hofsjökull - Jónas Hallgrímsson
   •  Hofsós - Hallgrímur Helgason
   •  Horn - Jakobína Sigurðardóttir
   •  Horn - Jón Helgason
   •  Hornbjarg - Jónas Hallgrímsson
   •  Hornbjarg - Þorsteinn Gíslason
   •  Hornbjarg - Theodóra Thoroddsen
   •  Hornstrandir - Theodóra Thoroddsen
   •  Hornstrandir - Eggert Ólafsson
   •  Hornstrandir - Jakobína Sigurðardóttir
   •  Hornstrandir - Hannes Pétursson
   •  Hornstrandir - Jónas Hallgrímsson
   •  Hólsfjöll - Matthías Johannessen
   •  Hólsfjöll - Bragi Ólafsson
   •  Hrafnagjá - Jónas Hallgrímsson
   •  Hrafnseyri - Hallgrímur Helgason
   •  Hraun í Öxnadal - Snorri Hjartarson
   •  Hraundrangar - Jónas Hallgrímsson
   •  Hreðavatn - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Hreiðarshóll - Jónas Hallgrímsson
   •  Húsafell - Grímur Thomsen
   •  Húsavík - Hulda
   •  Húseyjarkvísl - Berglind Gunnarsdóttir
   •  Hvalfjörður - Halldóra B. Björnsson
   •  Hvalfjörður - Þorsteinn Erlingsson
   •  Hvalfjörður - Anton Helgi Jónsson
   •  Hvalfjörður - Steingrímur Thorsteinsson
   •  Hvalsnes - Snorri Hjartarson
   •  Hvannadalshnjúkur - Birgir Svan Símonarson
   •  Hvítanes - Halldóra B. Björnsson
   •  Hvítá - Grímur Thomsen
   •  Hvítá - Sonja B. Jónsdóttir
   •  Hörgá - Hannes Pétursson
Dálkur: Ð Röð: 43
© Haukur Snorrason/photos.is 
Skagafjörður

Skín við sólu Skagafjörður,
skrauti búinn, fagurgjörður:
Bragi, ljóðalagavörður,
ljá mér orku, snilld og skjól!
Kenn mér andans óró stilla;
ótal sjónir ginna, villa,
dilla, blinda, töfra, trylla,
truflar augað máttug sól.
Hvar skal byrja? Hvar skal standa?
Hátt til fjalla? Lágt til stranda?
Bragi leysir brátt úr vanda,
bendir mér á Tindastól!

Lengst í fjarska sindra svalir:
sælir, fornu landnámsdalir,
Eiríks göfgu goðasalir,
gamla, hlýja kostabyggð!
Þar í hýru höfuðbóli
hersir sat á friðarstóli,
blekktur tímans hvika hjóli,
hof sitt vígði sátt og dygð;
frægur varð í fornum sögum,
festi grið með stilltum lögum,
auðnuríkur ævidögum
undi svo við spekt og tryggð.

Mælihnjúkur himinhái,
héraðs-jöfur fagurblái,
er ei sem mín augu sjái
allt, sem blasti móti þér:
fjörðinn, vötnin, Hólmann, hlíðar,
hamra, tún og elfur stríðar,
vetrargljár og grundir fríðar,
gullna svani, hrafnager,
förukonur, hrausta hali,
helgar kirkjur, blóðga vali,
bjartar meyjar, brúðarsali,
brennuvarga grimman her?

Heill þér, gamli Glóðafeykir!
gleðstu nú, er stíga reykir,
friðarmildir, bláir, bleikir
beint í loft um sumarstund.
Manstu Sturlusona sennu?
sífelld dráp og morð í rennu,
Flugumýrar fólskubrennu,
fölvan jarl með heift í lund?
Sástú Odd hinn vaska veginn?
veikan biskup hrakinn, dreginn?
blóð og ófrið öllu megin –
Örlygsstaði, Haugsnessfund?

Saga lands á breiðum blöðum
blasir hér við sjónum glöðum
ung og forn á öllum stöðum
út og fram um héraðs-reit:
Reynistaður rausnardýri,
ríki Glaumbær, Víðimýri,
fákum kunni Hólmur hýri,
Hlíðarbyggð og Tungusveit.
Hver einn bær á sína sögu,
sigurljóð og raunabögu,
tíminn langa dregur drögu
dauða’ og lífs, sem enginn veit!

Sé ég Höfða byggðir breiðar,
Borgarsand, þar Kráku-Hreiðar
hét á Þór til lands og leiðar,
lending tók við Hegra barð.
Ennþá lengra augun líða
yfir mörkin rúms og tíða:
sögugyðjan seinni lýða
setti mark við Bjarnar skarð.
Og þar gegnt er annað merki:
afrekskappinn sálarsterki,
aldrei deyr þinn andans verki:
Espólín, ég sé þinn garð!

Ó, þér mörgu alda hlynir,
Ásbirningar, Hjaltasynir!
hvern skal nefna, hróðrarvinir?
hvar skal byrja? nær skal hætt?
Þar bjó hreysti, þar bjó fræði,
þarna vonska, hérna gæði:
Hrólfur sterki, kom í kvæði;
Konráðs, Skúla, Péturs ætt!
Sigurðs einnig sæmd skal rista;
síðast tel ég þó hinn fyrsta:
Albert, jöfur allra lista,
er ei þarna kyn þitt fætt?

Heill þér, Drangey, djúpt und fótum,
dunar þér frá hjartarótum
harður gnýr af heiftar-spjótum,
hér var það, sem Grettir bjó.
Örlög kappans ævi-slóðar
eru myndir vorrar þjóðar,
heiftum slungnar, hreystifróðar,
hamingjulitlar, frægar þó.
Og með Grettis alla daga
Illuga skal hljóma saga,
enginn fegri óð má laga,
en er dauðann kaus og hló!

Stendur ógn af augum fránum
enn þar Grettir verst á knjánum,
hlutar mann með hjaltaljánum,
Helju seldur meðan lá;
átta maki enn í dauða,
eftir kynstur sárra nauða
ævidagsins dapurrauða,
drauginn Glám og voðaspá;
saxi heldur heljartaki,
heggur dauðan níðings maki. –
Frægðin enn með beinu baki
bræðra vígi starir frá. –

Þaðan frá til friðarskjóla:
forni mikli staður Hóla!
Þar sem stoltan stól og skóla
stofna lét hinn helgi Jón.
Þá var snilli, þá var prýði,
þegar söng hinn íturfríði,
kenndi norðurlandsins lýði
litaníu’ og hymnatón –
gnæfði há með helgum dómi
höfuðkirkjan, landsins sómi;
dýrð og yndi einum rómi
endurkvað um loft og frón.

Ekkja stendur aldin kirkja
ein í túni fornra virkja,
hver vill syngja, hver vill yrkja,
Hóladýrð, þinn erfisöng?
Skoðag raðir skörunganna,
skín á mítrin biskupanna,
„halelúja – hósíanna!“
hljómi fyllir kirkjugöng.
Hver er innstur ellihvítur?
aldinn Guðbrand sál mín lítur.
Arason með ægimítur
ystur hringir Líkaböng!

Ó, þú breyting auðnutíða,
ó, þú draumur veikra lýða,
ó, þú tímans elfan stríða,
ógnarmyndir, líf og hel!
Hvar eru verkin höfðingjanna,
húsin sterku meistaranna,
listamerkin lærdóms-anna
lofuð eins og fagra-hvel?
Hvað skal harma? hvað skal ræða?
Hvað er skammtur lífsins gæða?
Flestra líf er fánýt mæða:
fornu Hólar, lifið vel!

Kveð ég fagra fjörðinn Skaga,
farðu vel um alla daga;
blessuð sé þín byggð og saga,
bæir, kot og höfuðból!
Heyr mig, göfgi, glaði lýður,
gæt þess vel, sem mest á ríður:
meðan tíminn tæpi líður,
trúðu þeim, er skapti sól!
Þá skal sólin sælu’ og friðar,
sú er löngum gekk til viðar,
fegra byggðir fagrar yðar,
fóðra gulli Tindastól!

Matthías Jochumsson

  prenta