Atriðisorð:
Herðubreið
  Örnefni
   •  Hallormsstaðaskógur - Þorsteinn Erlingsson
   •  Hallormsstaðaskógur - Halldór Laxness
   •  Hallormsstaður - Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Haukadalsskógur - Gyrðir Elíasson
   •  Hegranes - Jónas Hallgrímsson
   •  Heiðmörk - Gyrðir Elíasson
   •  Heiðmörk - Baldur Óskarsson
   •  Hekla - Eggert Ólafsson
   •  Hekla - Jónas Hallgrímsson
   •  Hekla - Andri Snær Magnason
   •  Hekla - Anton Helgi Jónsson
   •  Hekla - Jónas Hallgrímsson
   •  Hekla - Kristján Jónsson
   •  Hekla - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Hekla - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Helgafell - Jón Helgason
   •  Hellisheiði - Steinunn Sigurðardóttir
   •  Hellissandur - Jóhann Hjálmarsson
   •  Hellnar - Birgir Svan Símonarson
   •  Herdísarvík - Haukur Ingvarsson
   •  Herdísarvík - Hannes Pétursson
   •  Herðubreið - Kristján Jónsson
   •  Herðubreið - Jón Helgason
   •  Herðubreið - Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Herðubreið - Grímur Thomsen
   •  Herðubreið - Gyrðir Elíasson
   •  Héraðsvötn - Þorsteinn frá Hamri
   •  Hjaltadalur - Matthías Jochumsson
   •  Hlíðabyggð - Matthías Jochumsson
   •  Hljóðabunga - Jón Helgason
   •  Hlöðufell - Jónas Hallgrímsson
   •  Hofsjökull - Jónas Hallgrímsson
   •  Hofsós - Hallgrímur Helgason
   •  Horn - Jakobína Sigurðardóttir
   •  Horn - Jón Helgason
   •  Hornbjarg - Jónas Hallgrímsson
   •  Hornbjarg - Þorsteinn Gíslason
   •  Hornbjarg - Theodóra Thoroddsen
   •  Hornstrandir - Theodóra Thoroddsen
   •  Hornstrandir - Eggert Ólafsson
   •  Hornstrandir - Jakobína Sigurðardóttir
   •  Hornstrandir - Hannes Pétursson
   •  Hornstrandir - Jónas Hallgrímsson
   •  Hólsfjöll - Matthías Johannessen
   •  Hólsfjöll - Bragi Ólafsson
   •  Hrafnagjá - Jónas Hallgrímsson
   •  Hrafnseyri - Hallgrímur Helgason
   •  Hraun í Öxnadal - Snorri Hjartarson
   •  Hraundrangar - Jónas Hallgrímsson
   •  Hreðavatn - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Hreiðarshóll - Jónas Hallgrímsson
   •  Húsafell - Grímur Thomsen
   •  Húsavík - Hulda
   •  Húseyjarkvísl - Berglind Gunnarsdóttir
   •  Hvalfjörður - Halldóra B. Björnsson
   •  Hvalfjörður - Þorsteinn Erlingsson
   •  Hvalfjörður - Anton Helgi Jónsson
   •  Hvalfjörður - Steingrímur Thorsteinsson
   •  Hvalsnes - Snorri Hjartarson
   •  Hvannadalshnjúkur - Birgir Svan Símonarson
   •  Hvítanes - Halldóra B. Björnsson
   •  Hvítá - Grímur Thomsen
   •  Hvítá - Sonja B. Jónsdóttir
   •  Hörgá - Hannes Pétursson
Dálkur: Í Röð: 26
© Haukur Snorrason/photos.is 
Herðubreið

Þar sem að áður dauði dimmur
drynjandi fram um loga gráð
og jökulkuldi jörmungrimmur
járnsterkum greipum kreisti láð,
þú stendur, hetjan herðabreiða,
háværum langt frá sölum glaums.
Um brjóst þitt hamrabrynjað freyða
beljandi öldur tíðarstraums.

Þar hefur þú um ár og aldur
ógnsterkum fótum spornað frón.
Þér fær ei grandað gustur kaldur
né grimmlegt él þér unnið tjón.
Þér finnst um lítt, þótt falin myrkva
Fárbauta hamist niður stór.
Þú hræðist ei, þótt hjálminn styrkva
með hamri þrúðgum ljósti Þór.

Ár hafa runnið, aldir liðið,
eilífðar fram í víðan geim,
og lífsins yfir sjónarsviðið
séð hefur þú á tíma þeim.
Þú sást þá fornu frægðardaga,
er frelsisröðull skein þig á,
og dýran hetju dreyra laga
um dali blómgva sástu þá.

Þú hefur litið hrausta drengi
með hjálm og brugðinn flein í mund.
Þú sást hið forna fjallavengi
um frægðardaga’ um morgunstund.
Þú hefur litið dimma daga
og dauðans ógn og þungan harm,
því þú ert eldri sjálf en Saga,
og Saga fóstruð við þinn barm.

Hverfanda allt á hveli líður
um heimsins angurþrungna slóð,
breytinga geisar stormur stríður
og stundin hverfur myrk og góð.
Hlátur og bitur harmalæti
þú heyrir lífs í fjarrum glaum,
þú hyggur rótt á hryggð og kæti
sem hetja liðin séð í draum.

Og oft um daga bernsku bjarta
bera við himin þig ég sá
og unun vakti ungu hjarta
sú undursjón, svo gild og há.
Þegar ég sá í þokudróma,
að þín var hulin tignarmynd,
þá hugði ég til dimmra dóma
dísir á þínum gengi tind.

Og nær þitt enni hreina’ og heiða
hjúpaði morgunroða ský
og hamrakonan herðabreiða
sig huldi geislatjöldum í,
þegar að sólar blíður bjarmi
blikaði skært á hvítum snjá,
þá var sem ofar heimsins harmi
himneska dýrð ég þættist sjá.

Þú stendur enn á stöðvum fjalla,
þar stríður andar kuldablær,
þín hamrabrynja haggast varla
og hjálmur þinn ei ryðgað fær.
Þótt straumur tímans streymi kaldur,
er staðist eigi getur neinn,
þú stendur kyrr um ár og aldur,
alda liðinna bautasteinn.

Kristján Jónsson

  prenta