Jurtir
Dálkur: Ð Röð: 26
© Haukur Snorrason/photos.is 
Blómljóð

Hví stráir þú blómum yfir nóttina,
daginn, borgina, húsin,
marglitum blómum yfir einmana hjarta?
Þú veizt ekki sjálf hvað þú gerir.
Ef þú vissir það
mundirðu þá ekki hlaupa burt
frá góðverki þínu?
Þú stóðst á veginum
og horfðir um öxl,
en hvernig áttirðu að vita
að þúsundir blóma
féllu af hári þínu
og ég tíndi þau upp af veginum.

Jón Óskar

  prenta