Atriðisorð:
Reykholt
  Örnefni
Dálkur: H Röð: 45
© Haukur Snorrason/photos.is 
Veginn Snorri

Hann bíður niðrí undirhúsi hljóðu
heyrir þá koma, þokast nær og nær.
Finnur loks gripið fast um hendur sínar.
Svo fellur snöggt hið hvessta axarblað.
Hann liggur eftir blóði drifinn, dauður.

Dokað er stundarkorn. Svo ganga þeir
í skímu grárri upp og út á hlað
og ekki grunar neinn að þennan mann
sem hneig þar niðri hefur enginn snert
því hann var ekki þar (fremur en börn
sem slíta í tvennt og hrinda hreiðurkörfu
um haust fá ei þeim fugli skaða gert
sem farinn er um höf til hárra skóga)

skinnbækur dökkar skáru úr um það.

Hannes Pétursson

  prenta