Atriðisorð:
Víðimýrarsel
  Örnefni
Dálkur: E Röð: 16
© Haukur Snorrason/photos.is 
Hjá Víðimýrarseli

Þeir fóru hér um í flokki
til framtíðar sinnar og drauma
alfrjálsir, ungir sveinar
um árdag, við hófaglaum.

Einn varð að horfa héðan
á hópinn sem veginn þeysti
– bundinn í báða skóna
og bönd þau gat enginn leyst!

Hér, oní þessar þúfur
var þögult grátið þann morgun.
Langt er nú liðið síðan
og læknuð hin beiska sorg.

Hannes Pétursson

  prenta