Atriðisorð:
Drangey
  Örnefni
Dálkur: I Röð: 14
© Haukur Snorrason/photos.is 
Drangey

Hið illa – því varð aldrei burtu þokað
úr innsta leyni þínu, hefst þar við
og hlustar, líkt og í svefni, á sogandi nið
sjávargangsins, þegar bjargið er lokað.

Vakir í dýpi dökkra hengifluga
djúpt að baki fuglanna kviku þröng
svo leynt og djúpt að engan yfirsöng
bar alla leið sem mætti slæva það, buga.

Oft þá varir sízt og sólin til þín
siglir rauðum voðum, úr hafi stigin
og lyftist þú í ljós morgunsins, tigin –

birtist hið illa, brýtur upp klettana! Skín
hið brýnda vopn sem digrar krumlur hampa.
Slær um iðandi björgin beittum glampa!

Hannes Pétursson

  prenta