Jurtir
Dálkur: H Röð: 17
© Haukur Snorrason/photos.is 
Í varpanum

Senn eru dagar sóleyjanna taldir.
Síþyrstur blærinn grípur í tómt
þegar hann staldrar við næst til að bergja á bikar
blómanna hér fyrir neðan, angandi skálum
þessarar brekku ...

Senn eru dagar sóleyjanna taldir.
Ég sé þig í anda fella kvíðatár
þegar þú finnur á morgun kulið koma
koma inn um dyrnar, strjúka þér um brár.

Senn eru dagar sóleyjanna taldir.
Sumarið reyndist furðu stutt í ár.

Hannes Pétursson

  prenta