Atriðisorð:
Töfrafoss
  Örnefni
Dálkur: B Röð: 45
© Haukur Snorrason/photos.is 
Gullfoss

Ertu hér enn,
engum til gagns,
ekkert framleiðandi,
ekkert bræðandi?
Hangirðu hér sem fyrr
í endalausum trekant við túrista.
Púandi regnbogum út í loftið
eins og þér sé borgað fyrir það.
Stökkvandi, skvettandi stall af stalli
gerandi þig breiðan um gilið þvert og niður.
Veistu ekki að hver dropi er dýrmætur?
Fegurri fossar en þú hafa fórnað sér;
Sauðárfoss, Töfrafoss og margir enn
knýja nú kókdósaverksmiður heimsins.
Á meðan hangir þú hér einn á kafi
í sveitarómantík, hulinn hvítri slæðu
og fornri frægð af hundraðkalli.
Stingur af í djúpt gljúfrið
dettandi í það endalaust,
firnakraftur að engu orðinn.
Heldurðu að þjóðin hafi efni á þér?
– Fegurðardrottningin þín!

Sverrir Björnsson

  prenta