Jurtir
Dálkur: B Röð: 42
© Haukur Snorrason/photos.is 
Ísland

Ísland er hjarta mitt, rautt eins og blessað blóð,
það brennur eitt kveld í geislum og verður þá ljóð.
Ekkert land á eins fíngerð og fögur hljóð,
– fiðla míns lands er röddin þín, móðir góð.

Ísland er sjálfur ég, þegar ég brosi bezt
með blikandi vín á glasi og fallegan hest,
og hún og ég erum bæði í söðulinn setzt
og sumarblómin og fuglarnir hylla sinn gest.

Ísland er líf mitt: sál mín í sólskinsmynd,
sóley og fífill, engi, hvammur og lind.
Úr blámanum stekkur ljóssins háfætta hind
og hoppar niður þess gullna öræfatind.

Ísland er þetta, sem enginn heyrir né sér,
en aðeins lifir og hrærist í brjóstinu á mér,
hver blær frá þess væng sem ljómandi eilífðin er,
– Ísland er landið, sem framtíðin gefur þér.

Jóhannes úr Kötlum

  prenta