Jurtir
Dálkur: Á Röð: 24
© Haukur Snorrason/photos.is 
Eyrarrós

Unga, fagra eyrarrós!
Þar sem á um eyrar flæðir,
aldrei hafræn kylja næðir,
bjóstu sæl við blíðu’ og ljós,
unga, fagra eyrarrós!

Langt frá breiðum elfarós
fanginn sveinn af fegurð þinni
fann þig, blóm! á göngu sinni,
hvar þú bjóst við bjartast ljós,
unga, fagra eyrarrós!

Veslings unga eyrarrós!
Rifin upp af rótu þinni
ræktast vart í húsum inni,
elskar daggir, yl og ljós,
veslings unga eyrarrós!

Ólánsama eyrarrós!
Inni’ í húsum ertu fangi;
eigi’ er kyn, þótt sárt þig langi
út í sólar yl og ljós,
ólánsama eyrarrós!

Höfði draupstu, rauða rós!
Hann, sem fann þig fagra’ og rauða,
föla ber þig senn og dauða
út í sárþráð sólarljós.
Sof í friði, föla rós!

Ólánsama unga rós!
Kemst ég við af kjörum þínum.
Klökknar ís í barmi mínum.
Þig ég skil, sem þráðir ljós,
veslings fagra, visna rós!

Erla

  prenta