Jurtir
Dálkur: Á Röð: 39
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vögguvísur um krumma

Hrafninn flýgur um aftaninn,
hans eru ei kjörin góð.
Sumarið leið og laufið féll,
og lyngið varð rautt sem blóð.
Seint flýgur krummi á kvöldin.

Hrafninn flýgur um aftaninn,
hrynur af augum tár,
því hann er svartur sorgarfugl
og söngur hans feigðarspár.
Seint flýgur krummi á kvöldin.

Hrafninn flýgur um aftaninn
með hrím á svörtum væng.
En best er að hirða ei hót um það
og hjúfra sig niður í sæng.
Seint flýgur krummi á kvöldin.

Hrafninn flýgur um aftaninn,
hann á ei skárra völ.
Margur hlaut gogg og góða kló,
sem gæfan varð aldrei föl.
Seint flýgur krummi á kvöldin.

Jóhann Jónsson

  prenta