Dýr
   •  hagamús - Hannes Pétursson
   •  haukur - Hulda
   •  haukur - Theodóra Thoroddsen
   •  hestar - Sjón
   •  hestar - Hannes Hafstein
   •  hestar - Eggert Ólafsson
   •  hestar - Einar Bragi
   •  hestur - Jónas Hallgrímsson
   •  hestur - Jónas Hallgrímsson
   •  hestur - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  hestur - Hannes Pétursson
   •  hestur - Jón Þorláksson
   •  hestur - Jón Þorláksson
   •  hestur - Steingerður Guðmundsdóttir
   •  himbrimi - Andri Snær Magnason
   •  himbrimi - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  hrafn - Jóhann Jónsson
   •  hrafn - Jónas Hallgrímsson
   •  hrafn - Birgitta Jónsdóttir
   •  hrafn - Theodóra Thoroddsen
   •  hrafn - Þórarinn Eldjárn
   •  hrafn - Steingerður Guðmundsdóttir
   •  hrafn - Jóhann Hjálmarsson
   •  hrafn - Elísabet Jökulsdóttir
   •  hrafnar - Guðrún Auðunsdóttir
   •  hrafnar - Sigurður A. Magnússon
   •  hrafnar - Matthías Jochumsson
   •  hreindýr - Ingunn Snædal
   •  hrossagaukur - Snorri Hjartarson
   •  hrossagaukur - Sveinbjörn Egilsson
   •  hrossagaukur - Hannes Sigfússon
   •  hrútur - Jónas Hallgrímsson
   •  hunangsfluga - Jónas Hallgrímsson
   •  hunangsfluga - Jónas Hallgrímsson
   •  hunangsfluga - Hannes Sigfússon
   •  hundar - Steinunn Eyjólfsdóttir
   •  hundur - Jónas Hallgrímsson
Dálkur: E Röð: 10
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vögguvísur um krumma

Hrafninn flýgur um aftaninn,
hans eru ei kjörin góð.
Sumarið leið og laufið féll,
og lyngið varð rautt sem blóð.
Seint flýgur krummi á kvöldin.

Hrafninn flýgur um aftaninn,
hrynur af augum tár,
því hann er svartur sorgarfugl
og söngur hans feigðarspár.
Seint flýgur krummi á kvöldin.

Hrafninn flýgur um aftaninn
með hrím á svörtum væng.
En best er að hirða ei hót um það
og hjúfra sig niður í sæng.
Seint flýgur krummi á kvöldin.

Hrafninn flýgur um aftaninn,
hann á ei skárra völ.
Margur hlaut gogg og góða kló,
sem gæfan varð aldrei föl.
Seint flýgur krummi á kvöldin.

Jóhann Jónsson

  prenta