Atriðisorð:
Gláma
  Örnefni
Dálkur: Á Röð: 12
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vestfjarðarleið

Glært var á Glámu,
í glösum bland,
er náungar námu
og nefndu land.

Og utar þeir annað
eygðu: grænt.
Það seinna var sannað
og sýknt um sprænt.

Soldið er síðan
var sært það spé.
Nú limköld er líðan
og lítt að ske.

Þjóð lá í þynnku
í þúsund ár.
Nú landann í linku
leggur skjár.

Dauft er í Djúpi
og dæmafátt.
Nú er á Núpi
norðanátt.

Fer nú með flugi
um fingurbjörg
að heiman hver hugi
og hettan mörg.

Þar skíða í skugga
skrýtlegir menn
en glærum í glugga
glasið er enn.

Á glámbekkjum glittir
í glasabörn.
Stundir þeim styttir
stríðinn örn.

Þau vit eru vestur
þar veðurbörð
sem pokalaus prestur
potar í jörð.

Hallgrímur Helgason

  prenta