Atriðisorð:
Möðrudalur
  Örnefni
Dálkur: G Röð: 20
© Haukur Snorrason/photos.is 
Í Möðrudal á Fjöllum

Kem inn í kirkjuna
og fyrir enda hennar
er Jesús að renna sér
niður fjallið í miðri
ræðu og þarna er
forneskjuorgelið sem
málarinn lék á

Inn um glugga fellur
birta slævð af gráum
skýjum á himni yfir
Herðubreið og litlu
húsunum hér

Gyrðir Elíasson

  prenta