Atriðisorð:
Öskjuhlíð
  Örnefni
Dálkur: Ð Röð: 33
© Haukur Snorrason/photos.is 
Öskjuhlíð

Kolsvört dauð kanína
með útteygða fætur
á furunálastígnum,
næstum einsog sofandi

Það er stutt í kirkjugarðinn.
Þegar vetrar gerir lítið barn
engil í snjóinn á leiði
ömmu sinnar meðan
mamma þess kveikir á
stormkerti í rökkrinu
og hastar á barnið,
þennan snjóuga englasmið

En nú er sumar,
og kolsvört
dauð kanína
á furunálastígnum

Gyrðir Elíasson

  prenta