Jurtir
Dálkur: M Röð: 17
© Haukur Snorrason/photos.is 
Rætur

Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Þuríður Guðmundsdóttir

  prenta