Atriðisorð:
Álftanes
  Örnefni
Dálkur: F Röð: 22
© Haukur Snorrason/photos.is 
Álftanes

Álftir hér
merkilegt nokk
eins og þær kynnu að lesa

Skera flötinn
hálf herðatré

kafa snöggt
eitt andartak glittir
í mannsrass úr gifsi

eða er það kleinumóðirin sjálf
marandi í hálfu kafi
orðin dálítið föl?

Þórarinn Eldjárn

  prenta