Atriðisorð:
Ásbyrgi
  Örnefni
Dálkur: F Röð: 21
© Haukur Snorrason/photos.is 
Heimfylgd

Á vegunum
hefur þjóðarsálin
sitt eigið aksturslag

Einbreiðar brýr
hnipra sig saman

Hver situr í aftursætinu
hálsliðamjúk
nema hættan

Í dag hefur sólin numið staðar
stundarkorn yfir Ásbyrgi

Í kvöld teygir vegurinn sig langt
til að fylgja okkur heim.

Þóra Jónsdóttir

  prenta