Atriðisorð:
Vestdalseyri
  Örnefni
Dálkur: D Röð: 19
© Haukur Snorrason/photos.is 
Á Vestdalseyri

Tómlegt varð á Eyrinni

þegar fjölskyldurnar
hver af annarri
fluttu burt

sumar yfir fjörðinn
aðrar til Reykjavíkur
húsin stóðu eftir.

Gluggarnir fylltust myrkri
hliðin brotnuðu
arfinn lagði undir sig kartöflugarðana.

Tómlegt varð á Eyrinni.

Stundum mátti á haustkvöldi
greina gamalkunn hróp
sem bar handan yfir í kyrrðinni

krakkarnir voru þar í boltaleik.

Við sátum á tröppunum
og töldum ljósin
hinum megin.

Eitt og eitt kviknuðu þau
og svo skyndilega öll götuljósin
eins og glitrandi perluband

eins og stjörnur á eilífðarströnd.

Vilborg Dagbjartsdóttir

  prenta