Dýr
   •  hagamús - Hannes Pétursson
   •  haukur - Hulda
   •  haukur - Theodóra Thoroddsen
   •  hestar - Sjón
   •  hestar - Hannes Hafstein
   •  hestar - Eggert Ólafsson
   •  hestar - Einar Bragi
   •  hestur - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  hestur - Jónas Hallgrímsson
   •  hestur - Jónas Hallgrímsson
   •  hestur - Jón Þorláksson
   •  hestur - Jón Þorláksson
   •  hestur - Steingerður Guðmundsdóttir
   •  hestur - Hannes Pétursson
   •  himbrimi - Andri Snær Magnason
   •  himbrimi - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  hrafn - Jóhann Jónsson
   •  hrafn - Jónas Hallgrímsson
   •  hrafn - Birgitta Jónsdóttir
   •  hrafn - Theodóra Thoroddsen
   •  hrafn - Þórarinn Eldjárn
   •  hrafn - Steingerður Guðmundsdóttir
   •  hrafn - Jóhann Hjálmarsson
   •  hrafn - Elísabet Jökulsdóttir
   •  hrafnar - Guðrún Auðunsdóttir
   •  hrafnar - Sigurður A. Magnússon
   •  hrafnar - Matthías Jochumsson
   •  hreindýr - Ingunn Snædal
   •  hrossagaukur - Snorri Hjartarson
   •  hrossagaukur - Sveinbjörn Egilsson
   •  hrossagaukur - Hannes Sigfússon
   •  hrútur - Jónas Hallgrímsson
   •  hunangsfluga - Jónas Hallgrímsson
   •  hunangsfluga - Hannes Sigfússon
   •  hunangsfluga - Jónas Hallgrímsson
   •  hundar - Steinunn Eyjólfsdóttir
   •  hundur - Jónas Hallgrímsson
Dálkur: E Röð: 3
© Haukur Snorrason/photos.is 
Að vestan

                          Yst á Hornströndum heitir
                          Hornbjarg og Kópatjörn.
                          Þeir vita það fyrir vestan,
                          þar verpir hvítur örn.

þeir vita það fyrir vestan,
að vel er kveðið þar.
Þær raula svo margt við rokkinn sinn
í rökkrinu, stúlkurnar.

Þeir vita það fyrir vestan,
þar verpir haukur og örn.
Það er sem bröttu björgin þar
séu byggð fyrir konungabörn.

Þeir vita það fyrir vestan,
þar villtist haukur í byggð,
hann hugði að kenna þar hænsnunum flug
og hrafni og tófu dyggð.

Þeir vita það fyrir vestan,
hann var þar um langa tíð,
uns hrafninn úr honum augun hjó
og ugglan risti honum níð.

Og hænsnin görguðu og gólu
og grófu sinn öskuhaug.
En haukurinn særði þá hóf sig frá jörð,
til hamranna blindur flaug.

Þeir vita það fyrir vestan,
þá voða að höndum ber,
þá vakna þeir enn við vængjaþyt
og vita þá, hver þar fer.
Þá fleygist haukur úr fjalli
og fer yfir gamla slóð.
Hann langar að færa þeim dáð og dug,
sem drukku hans hjartablóð.

Theodóra Thoroddsen

  prenta