Jurtir
Dálkur: Í Röð: 22
© Haukur Snorrason/photos.is 
Haustmyndir

I
Lyngið er fallið
að laufi
holtin regnvot
og hljóð
kvöldskin á efsta
klifi.

II
Í jafnföllnum
haustsnjó
eldtungur
rauðra
rósa.

III
Hauströkkrið yfir mér
kvikt af vængjum
yfir auðu hreiðri
í störinni við fljótið.

IV
Milli trjánna
veður tunglið í dimmu
laufi
hausttungl
haustnæturgestur
á förum
eins og við
og allt eins og laufið
sem hrynur.

Snorri Hjartarson

  prenta