Jurtir
Dálkur: Á Röð: 34
© Haukur Snorrason/photos.is 
Inn á græna skóga

Ég vil hverfa langt
langt inn á græna skóga
inn í launhelgar trjánna

og gróa þar tré
gleymdur sjálfum mér, finna
ró í djúpum
rótum og þrótt
í ungu ljósþyrstu laufi

leita svo aftur
með vizku trjánna
á vit reikulla manna.

Snorri Hjartarson

  prenta