Jurtir
Dálkur: E Röð: 5
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vor

Blessað veri grasið
sem grær kringum húsin
bóndans og les mér
ljóð hans,
þrá og sigur
hins þögula manns.

Blessað veri grasið
sem grær yfir leiðin,
felur hina dánu
friði og von.

Blessað veri grasið
sem blíðkar reiði sandsins,
grasið
sem græðir jarðar mein.

Blessað veri grasið,
blessað vor landsins.

Snorri Hjartarson

  prenta